Safnbúð


Í safnbúð Gerðarsafns er úrval fallegra minjagripa sem byggðir eru á verkum Gerðar Helgadóttur.

Hönnuðir hafa leitað fanga í verk Gerðar frá ólíkum tímaskeiðum. Á það jafnt við um járnverk, víraverk og klippimyndir frá upphafi sjötta áratugarins sem bronsverk og glerglugga frá sjöunda áratugnum. Form og litir voru sótt í verk Gerðar en stíll og handbragð hönnuða setti mark á endanlegt útlit gripanna.

 Í safnbúðinni eru einnig fáanlegar bækur frá bókaútgáfunni Crymogeu, ásamt bókum útgefnum af Gerðarsafni.