Aðventuhátíð í Kópavogi | Jólamarkaður, bjöllukór og jólaluktir í Gerðarsafni

lau. 2. des. kl. 12-17

29.11.2017

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin næstkomandi laugardag 2. desember með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna í og við Menningarhúsin í Kópavogi. Í Gerðarsafni verður haldin fjölskyldusmiðja í gerð jólalukta, bjöllukór flytur jólalög og í safninu verður jólamarkaður með veggspjöldum og jólabókum. 


Dagskrá 
| 11:00 - 17:00

Edda Mac og
listakrákurnar 
Listakonan Edda Mac, hugmyndasmiður listakráka Gerðarsafns, mætir á svæðið og kynnir sig og krákurnar fyrir gestum og gangandi. Listakrákurnar Iða, Litía og Hringur slást í för með forvitnum krökkum að skoða og skapa.

Jólamarkaður
| Veggspjöld og jólabækur 
Ný veggspjöld sem gerð voru eftir verkum Gerðar Helgadóttur verða kynnt og bókaútgáfufyrirtækið Crymogea verður með úrval vandaðra bóka til sölu.

Jólaluktasmiðja | 13:30-15:30
Allri fjölskyldunni er boðið í smiðju þar sem gerðar verða luktir að kínverskum sið. Pappírsluktirnar eru táknrænar fyrir gleði og gæfu og gjarnan notaðar við hátíðleg tilefni í Austurlöndum. 

Garðskálinn í hátíðarbúningi
Garðskálinn verður með jólakræsingar á matseðlinum í tilefni Aðventuhátíðarinnar og verður kvöldopnun til kl. 20. 


Dagskrá Aðventuhátíðarinna hefst kl. 12 með opnun jólamarkaðar við Menningarhúsin og fjölbreyttri dagskrá í Menningarhúsunum. Slegið verður upp jólaballi á torgi Menningarhúsanna kl. fjögur.  Á sunnudaginn verður notaleg aðventudagskrá í Menningarhúsunum með jólaluktasmiðju í Gerðarsafni og jólakötturinn lítur í heimsókn í Bókasafn og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Við hvetjum alla til þess að kynna sér heildardagskrá Aðventuhátíðarinnar.

Njótið upphafs aðventunnar í hjarta Kópavogs!