Rannsóknarsmiðja | fjölskyldustund

11. nóv kl. 13-15

7.11.2017

Við bjóðum barnafjölskyldur velkomnar í rannsóknarsmiðju um myndlist og vísindi í Gerðarsafni og Náttúrufræðistofu næstkomandi laugardag, 11. nóvember kl. 13-15. Í smiðjunni skoðum við skissur og rannsóknir listamannanna Einars Garibalda og Kristjáns Steingríms á sýningunni Staðsetningar og sjáum hvernig skissur verða að stórum fullbúnum málverkum. Í smiðjunni heimsækjum við Náttúrufræðistofu þar sem vísindamaður sýnir okkur hvernig náttúra og dýralíf eru rannsökuð. Út frá leiðangri okkar um söfnin búum við til okkar eigin skissubók og gerum tilraunir með að gera list úr náttúrunni. 

Smiðjan er liður í Fjölskyldustundum í Menningarhúsunum í Kópavogi þar sem er boðið upp á dagskrá fyrir fjölskyldur á hverjum laugardegi. Smiðjan er opin öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.