Skapandi samverustund |  Fullorðnir fá frítt inn með börnum í vetrarfríi

26.-27. okt kl. 9-12

18.10.2017

Í tilefni af vetrarfríi í grunnskólum í Kópavogi fá fullorðnir frítt inn í Gerðarsafn í fylgd með börnum, 26.-27. október. Sýningin Staðsetningar stendur nú yfir með verkum Einars Garibalda Eiríkssonar og Kristjáns Steingríms Jónssonar, sem unnið hafa með málverkið um árabil. Einar Garibaldi og Kristján Steingrímur hafa báðir mótað með sér persónulega nálgun í rannsóknum sínum á náttúru, stöðum og staðsetningum.

Þrjár listakrákur hafa gert sig heimakomnar í Gerðarsafni og slást þær gjarnan í för með forvitnum krökkum um sýningarnar í leit að formum, litum og hreyfingum í listaverkunum. Á neðri hæð safnins er að finna Stúdíó Gerðar þar sem er hægt að gera eigin listaverk innblásin af sýningum safnsins.

Gerðarsafn er opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 11-17. Garðskálinn er opinn sömu tíma og fást þar kræsingar á við súpu, salöt, kökur og kaffi.