Málum með jörðinni | Námskeið í vetrarfríinu

26.-27. okt kl. 9-12

18.10.2017

Boðið verður upp á tveggja daga námskeið fyrir grunnskólakrakka í vetrarfríi skóla í Kópavogi, 26.-27. október kl. 9-12, í Gerðarsafni. Á námskeiðinu munum við fara í ferðalag um málverkasýninguna Staðsetningar með verkum Einars Garibalda og Kristjáns Steingríms í fylgd með listakrákunum Iðu, Litíu og Hringi. Þar skoðum við mismunandi staði í verkum málaranna og kynnumst því hvernig málverk geta verið gerð úr jarðvegi. Ferðin leiðir okkur í Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem við kynnum okkur jarðfræði landsins og rannsökum steina í smásjá. Á seinni hluta námskeiðsins munum við búa til málningu úr mold og gera okkar eigin listaverk út frá náttúrunni.

Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið og fer skráning fram í póstfangið: 
menningarhusin@kopavogur.is
Námskeiðið er miðað að 6-9 ára krökkum en er opið öðrum aldurshópum.
Námskeiðið er hluti af fræðsludagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi og er þáttaka í námskeiðinu ókeypis.

Fjölbreytt dagskrá verður í Bókasafni Kópavogs í vetrarfríinu.

Fimmtudagur 26. okt.
11:00 Starwars-bíó
13:00 Vísindasmiðja Háskóla Íslands
14:00 Borðspil og notaleg stemning

Föstudagur 27. okt.
11:00 Starwars-bíó
13:00 Starwars-bíóið heldur áfram!