Listakrákurnar Iða, Litía og Hringur

15.10.2017


Þrjár listakrákur hafa gert sig heimakomnar í Gerðarsafni og slást þær gjarnan í för með forvitnum krökkum í leiðangri um sýningar safnsins. Listakrákurnar eru persónur í teiknibókinni Kvik strik sem Gerðarsafn mun gefa út um listakrákurnar í samvinnu við listamanninn Eddu Mac. 

Listakrákurnar hlutu nöfn síðasta laugardag eftir nafnasamkeppni á Fjölskylduhátíð í Gerðarsafni í september.