Fjölskyldustund | myndlistarratleikur

laugardag 14. okt kl. 13

11.10.2017

Fjölskyldufólki er boðið að taka þátt í myndlistarratleik á sýningunni Staðsetningar í Gerðarsafni Kópavogi þann 14. október næstkomandi. Útgangspunktur sýningarinnar er landslagsmálverk og eru ný verk Einars Garibalda og Kristjáns Steingríms í aðalhlutverki. Ratleikurinn stoppar við á Nátturufræðisafni Kópavogs og skoðar nýja sýningu safnsins sem leggur áherslu á jarðveginn en jarðvegurinn er einmitt aðalefniviður málverka Kristjáns Steingríms. Steinar úr náttúru Íslands verða stækkaðir og skoðaðir og málning búin til úr mold.


„Listakrákur“ leiða yngri kynslóðina í gegnum ratleikinn. „Listakrákurnar“ tilheyra óútkominni bók listakonunnar Eddu Mac, sem hún vinnur að í samstarfi við Gerðarsafn. Að ratleiknum loknum mun Kristín Dagmar Jóhannesdóttir safnstjóri tilkynna úrslit úr nafnasamkeppni sem fór fram á síðustu fjölskylduhátíð Gerðarsafns. Sigurvegararnir munu fá viðurkenningarskjal og verðlaun frá safninu. Myndlistarratleikurinn miðast við að vera hvort í senn fróðlegur og skemmtilegur og ætti því að höfða til allrar fjölskyldunnar.

Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum