Opnun | Staðsetningar: Einar Garibaldi & Kristján Steingrímur

laugardaginn 7. október kl. 16

3.10.2017

Verið velkomin á opnun fyrri hluta sýningarinnar Staðsetningar í Gerðarsafni laugardaginn 7. október kl. 16. Nýr jarðfræðigangur Náttúrufræðistofu Kópavogs opnar sama dag kl. 15. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar opnar viðburðina formlega.

Seinni hluti sýningarinnar Staðsetningar verður opnaður föstudaginn 3. nóvember kl. 20 með sýningarspjalli og sælkerakvöldi í Garðskálanum. Fjölbreytt viðburðadagskrá Gerðarsafns fer fram í samvinnu við Náttúrufræðistofu á meðan á sýningu stendur.

Listamenn
Einar Garibaldi Eiríksson & Kristján Steingrímur Jónsson 

Sýningarstjórn
Jón Proppé & Kristín Dagmar Jóhannesdóttir