Listahátíðin Cycle í Gerðarsafni

Fullvalda I Nýlenda

15.8.2017

Listahátíðin Cycle mun taka yfir Gerðarsafn allan september mánuð þar sem smiðjur, vinnustofur, fyrirlestrar, kvikmyndasýningar, opnir kvöldverðir, tónleikar, kvikspuni, gjörningar og myndlistarsýning munu eiga sér stað. Cycle hefur staðið frá árinu 2015 og tekur nú fyrir 100 ára fullveldisafmæli Íslands með áherslu á Grænland, Færeyjar og Ísland og samband landanna við Danmörku í nútíð og fortíð. 

Cycle hefst með opnunarviðburði og fjölskylduhátíð fyrstu helgina í september.
Dagskrá hátíðarinnar má finna á www.cycle.is