Sumarnámskeið í Menningarhúsunum í Kópavogi 

RITLIST, VÍSINDI OG MYNDLIST 

19.7.2017

Ritlist, vísindi og myndlist 

Heilsdagsnámskeið fyrir 6-9 ára

Í sumar bjóða Menningarhúsin í Kópavogi í annað sinn upp á heilsdagsnámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára. Námskeiðið fer fram í Náttúrufræðistofu, Bókasafni Kópavogs og í Gerðarsafni.

Á námskeiðinu verður boðið upp á fjöruferðir og náttúrurannsóknir í Náttúrufræðistofu og ljóðasmiðju með Höllu Margréti Jóhannsdóttur í Bókasafni Kópavogs fyrir hádegi. Listsmiðja með myndlistarmönnunum Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur og Linn Björklund fer fram eftir hádegi þar sem verða unnin þrívíddarverk í anda Gerðar Helgadóttur í Gerðarsafni. 

Í hádegishléi munu leiðbeinendur á vegum Kópavogsbæjar sjá um nestistíma og fara í leiki á útivistarsvæði Menningarhúsanna.


Skráning er í fullum gangi á netfangið menningarhusin@kopavogur.is

Námskeiðið er vikuna 14.-18. ágúst kl. 9-16. Hámarksfjöldi á námskeiðið er 18 börn
Námskeiðsgjald: kr. 24.000. Systkinaafsláttur er í boði. 
Þátttakendur þurfa að hafa meðferðis hollt og gott nesti, hlífðarföt og stígvél.


Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum