17. júní 

Gerðarsafn og Garðskálinn í hátíðarskapi

14.6.2017

Gerðarsafn og Garðskálinn verða í hátíðarskapi á 17.júní og verður opið frá kl. 11- 17. Enginn aðgangseyrir er í safnið í tilefni dagsins og bjóða skapandi sumarstörf upp á fjölbreytta viðburði.


Skapandi sumarstörf í Gerðarsafni

Rannveig Jónsdóttir og Sigrún Gyða Sveinsdóttir aka. DJVHS sýna myndbands og hljóðverkið Umhverfismál, rusl og mávur: Dúett fyrir piano og bæjarstjóra. Sólbjört Sigurðardóttir og Friðrik Margrétar-Guðmundsson flytja verkið That Epic Glow og KOLLEKTÍV hópurinn flytur tónlistargjörning.

17.júní hátíð í Kópavogi

Í Kópavogi verður metnaðarfull dagskrá sem stendur allan daginn og fram á kvöld. Dagskrá þjóðhátíðardagsins hefst með skrúðgöngu sem hefst við Mennaskólann í Kópavogi klukkan 13.30 og lýkur á Rútstúni þar sem við tekur hátíðar- og skemmtidagskrá sem stendur fram eftir degi. Stórtónleikar hefjast á Rútstúni kl. 19.30.

 

Sýningar:

INNRA, MEÐ OG Á MILLI

Í sýningunni Innra, með og á milli er Gerði Helgadóttur (1928-1975) boðið að taka þátt í samfelldu samtali Ragnheiðar Gestsdóttur (IS), Theresu Himmer (DK/IS) og Emily Weiner (US). Í sýningunni kristallast vangaveltur um samhengi, tíma og gerð sögunnar þar sem listamennirnir fjórir standa jafnfætis þvert á stað og tíma – einhvers staðar inn á milli.

+Safneignin er rými fyrir rannsóknir þar sem gestum er gefinn kostur á að líta á bak við tjöldin og kynnast því sem að öllu jöfnu tilheyrir innra starfi safns.Leitað er aftur í grunninn og rýnt í safneignina með þeim hætti að listaverkageymslan teygir sig fram í sýningarrýmið. Hverju sinni eru dregin fram verk úr safneigninni til að sýningar um leið og unnið er fyrir opnum tjöldum að skáningu verkanna, ástandsskoðun, rannsóknum og fræðslu.


Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum