17. júní 

Gerðarsafn og Garðskálinn í hátíðarskapi

14.6.2017

Gerðarsafn og Garðskálinn verða í hátíðarskapi á 17.júní og verður opið frá kl. 11- 17. Enginn aðgangseyrir er í safnið í tilefni dagsins og bjóða skapandi sumarstörf upp á fjölbreytta viðburði.


Skapandi sumarstörf í Gerðarsafni

Rannveig Jónsdóttir og Sigrún Gyða Sveinsdóttir aka. DJVHS sýna myndbands og hljóðverkið Umhverfismál, rusl og mávur: Dúett fyrir piano og bæjarstjóra. Sólbjört Sigurðardóttir og Friðrik Margrétar-Guðmundsson flytja verkið That Epic Glow og KOLLEKTÍV hópurinn flytur tónlistargjörning.

17.júní hátíð í Kópavogi

Í Kópavogi verður metnaðarfull dagskrá sem stendur allan daginn og fram á kvöld. Dagskrá þjóðhátíðardagsins hefst með skrúðgöngu sem hefst við Mennaskólann í Kópavogi klukkan 13.30 og lýkur á Rútstúni þar sem við tekur hátíðar- og skemmtidagskrá sem stendur fram eftir degi. Stórtónleikar hefjast á Rútstúni kl. 19.30.

 

Sýningar:

INNRA, MEÐ OG Á MILLI

Í sýningunni Innra, með og á milli er Gerði Helgadóttur (1928-1975) boðið að taka þátt í samfelldu samtali Ragnheiðar Gestsdóttur (IS), Theresu Himmer (DK/IS) og Emily Weiner (US). Í sýningunni kristallast vangaveltur um samhengi, tíma og gerð sögunnar þar sem listamennirnir fjórir standa jafnfætis þvert á stað og tíma – einhvers staðar inn á milli.

+Safneignin er rými fyrir rannsóknir þar sem gestum er gefinn kostur á að líta á bak við tjöldin og kynnast því sem að öllu jöfnu tilheyrir innra starfi safns.Leitað er aftur í grunninn og rýnt í safneignina með þeim hætti að listaverkageymslan teygir sig fram í sýningarrýmið. Hverju sinni eru dregin fram verk úr safneigninni til að sýningar um leið og unnið er fyrir opnum tjöldum að skáningu verkanna, ástandsskoðun, rannsóknum og fræðslu.