SUMARBYRJUN FAGNAÐ Í MENNINGARHÚSUNUM Í KÓPAVOGI 

18.4.2017

Sumarbyrjun fagnað í Menningarhúsunum í Kópavogi 

20. apríl kl. 11-17 

Sumarbyrjun verður fagnað í Menningarhúsunum í Kópavogi á sumardaginn fyrsta kl. 11-17. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Bókasafni Kópavogs. Á útivistarsvæðinu verða ýmiskonar útileikföng, spil og púsl á Bókasafninu en auk þess er alltaf gaman að skoða forvitnileg dýr og steina á Náttúrufræðistofu.

Í Gerðarsafni verður hægt að fá útrás fyrir listsköpun í smiðju sem fer fram frá klukkan 13-16. Í smiðjunni gefst fjölskyldunni færi á að gera klippimyndir og þrívíða skúlptúra innblásna af verkum Gerðar Helgadóttur (1928-1975).

Dagskráin er opin öllum og er aðgangur ókeypis.

Fjölskyldustund í Gerðarsafni

laugardaginn 22. apríl kl. 13

Verið velkomin á fjölskyldustund í Stúdíói Gerðar laugardaginn 22. apríl kl. 13. Í smiðjunni gefst fjölskyldunni færi á að gera klippimyndir og þrívíða skúlptúra innblásna af verkum Gerðar Helgadóttur (1928-1975). Smiðjan er fyrir alla fjölskylduna og er aðgangur ókeypis.

Smiðjan er liður í Fjölskyldustundum í Menningarhúsunum í Kópavogi þar sem er boðið upp á dagskrá fyrir fjölskyldur á hverjum laugardegi. Heildardagskrá Fjölskyldustunda Menningarhúsanna í Kópavogi má finna 
hér.