Gluggaverk í anda Gerðar Helgadóttur

Barnamenningarhátíð í Kópavogi

11.4.2017

Barnamenningarhátíð í Kópavogi fer fram vikuna 24.-29. apríl með fjölbreyttri dagskrá fyrir börn á öllum aldri í Menningarhúsunum í Kópavogi. Í tilefni af hátíðinni hefur hópur í vali í myndlist í Kársnesskóla unnið að gerð gluggaverks í anda steindra glugga Gerðar Helgadóttur. Hópurinn hefur unnið hörðum höndum að hugmynda- og skissuvinnu undir handleiðslu Guðnýjar Jónsdóttur, myndmenntakennara, og Guðrúnar Kristjánsdóttur, myndlistarmanns. Verk þeirra verður opnað laugardaginn 29. apríl í Salnum, á uppskeruhátíð Barnamenningarhátíðar. 

Á Barnamenningarhátíð verður boðið upp á fjölbreyttar smiðjur fyrir skólahópa virku dagana, þar á meðal smiðju í anda Gerðar Helgadóttur í Stúdíói Gerðar. Uppskeruhátíð Barnamenningarhátíðar verður haldin laugardaginn 29. apríl með opnum ljóða- og listsmiðjum, þjóðlagatónleikum og fróðleik fyrir alla fjölskylduna. Dagskrá uppskeruhátíðarinnar má finna hér.