Stúdíó Gerðar á Barnamenningarhátíð í Kópavogi

6.4.2017

Verk Gerðar Helgadóttur verða í forgrunni í Gerðarsafni í apríl í tilefni af Barnamenningarhátíð í Kópavogi sem fer fram í lok mánaðarins. +Safneignin og Stúdíó Gerðar eru nú með stærra sniði og má þar sjá víraskúlptúra og klippimyndir Gerðar frá hennar fyrstu árum í París og gera eigin verk innblásin af listaverkunum í Stúdíói Gerðar. 

Barnamenningarhátíð í Kópavogi fer fram vikuna 24.-29. apríl með fjölbreyttri dagskrá fyrir börn á öllum aldri í Menningarhúsunum í Kópavogi. Virku dagana verður boðið upp á smiðjur í Stúdíói Gerðar fyrir skólahópa og laugardaginn 29. apríl verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Menningarhúsunum.


Fjölskyldustundir í Stúdíói Gerðar
Boðið er upp á fjölskyldustundir í Stúdíói Gerðar laugardagana 8. apríl og 22. apríl kl. 13-15. Í smiðjunni gefst fjölskyldunni færi á að gera klippimyndir og þrívíða skúlptúra innblásna af verkum Gerðar Helgadóttur (1928-1975). Smiðjan er fyrir alla fjölskylduna og er aðgangur ókeypis.Samtal í +Safneigninni 
Verið velkomin í óformlegt spjall um verk Gerðar Helgadóttur (1928-1975) í safneignarrýminu +Safneigninni sunnudagana 9. apríl og 23. apríl kl. 14-16. +Safneignin er rými fyrir rannsóknir þar sem gestum er gefinn kostur á að líta á bak við tjöldin og kynnast því sem að öllu jöfnu tilheyrir innra starfi safns.