Fjölskyldustund og spjall í +Safneigninni um helgina 

29.3.2017

Fjölskyldustund í Stúdíói Gerðar

laugardaginn 1. apríl kl. 13-15 

Verið velkomin á fjölskyldustund í Stúdíói Gerðar alla laugardaga í apríl kl. 13-15. Í smiðjunni gefst fjölskyldunni færi á að gera klippimyndir og þrívíða skúlptúra innblásna af verkum Gerðar Helgadóttur (1928-1975). Smiðjan er fyrir alla fjölskylduna og er aðgangur ókeypis.

Smiðjan er liður í Fjölskyldustundum í Menningarhúsunum í Kópavogi þar sem er boðið upp á dagskrá fyrir fjölskyldur á hverjum laugardegi. Heildardagskrá Fjölskyldustunda Menningarhúsanna í Kópavogi má finna hér.


Spjall í +Safneigninni

sunnudaginn 2. apríl kl. 14-16 

Verið velkomin í óformlegt spjall um verk Gerðar Helgadóttur (1928-1975) í safneignarrýminu +Safneigninni alla sunnudaga í apríl kl. 14-16. 

+Safneignin er rými fyrir rannsóknir þar sem gestum er gefinn kostur á að líta á bak við tjöldin og kynnast því sem að öllu jöfnu tilheyrir innra starfi safns. Má þar sjá verk Gerðar Helgadóttur og er nú lögð er áhersla á fyrstu járnverk hennar og klippimyndir frá  árunum 1952-1953.