Sjálfsmyndasmiðja og endurbætur í Gerðarsafni

21.3.2017

Hver ert þú? 

Sjálfsmyndasmiðja í Gerðarsafni
25. mars kl. 13


Hvernig litir þú út ef þú værir úr einu löngu striki? Hvernig lítur persónuleiki þinn út? Verið velkomin á sjálfsmyndasmiðju þar sem við gerum tilraunir í að teikna og gera skúlptúra af okkur sjálfum. Smiðjan er fyrir alla fjölskylduna og er aðgangur ókeypis.

Smiðjan er liður í Fjölskyldustundum í Menningarhúsunum í Kópavogi þar sem er boðið upp á dagskrá fyrir fjölskyldur á hverjum laugardegi. Heildardagskrá Fjölskyldustunda Menningarhúsanna í Kópavogi má finna hér. 

Endurbætur í Gerðarsafni 


Sýningarsalir Gerðarsafns verða lokaðir út apríl vegna endurbóta. Í byrjun maí opnar útskriftarsýning meistaranema við Listaháskóla Íslands í öllu safninu.

Á neðri hæð Gerðarsafns má finna fræðslurýmið Stúdíó Gerðar og safneignarrýmið +Safneignina. Garðskálinn er opinn að venju þriðjudaga til sunnudaga kl. 11-17.