Safnanótt í Gerðarsafni

1.2.2017

Pylsupartý, bíókvöld, sýningarstjóraspjall og teiknileikurinn KvikStik á Safnanótt í Gerðarsafni
Föstudag, 3. febrúar kl. 18-23

Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 3. febrúar en þá opna fjölmörg söfn á höfuðborgarsvæðinu dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 18:00 til kl 23.00. Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og í tilefni sýningarinnar NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA verður hversdagleikinn í forgrunni í dagskrá Gerðarsafns á Safnanótt. Gestir eru hvattir til „láta eins og heima hjá sér“, hangsa með listaverkum, leika sér saman, borða mat og glápa á bíómyndir.Teiknileikurinn KvikStrik fyrir alla
kl. 18 / kl. 19 / kl. 20

Teiknileikurinn KvikStrik fer fram í Stúdíói Gerðar þar sem við teiknum og höngsum með listaverkunum á safninu. Leikurinn hentar öllum – ungum sem öldnum. Boðið verður upp á teiknileikinn á heila tímanum kl. 18 / kl. 19 / kl. 20. Þá mun höfundur leiksins KvikStrik, myndlistarkonan Edda Mac, kynna leikinn fyrir gestum og hefja teiknileikinn í sýningunni NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA.Sýningarstjóraspjall
kl. 21:00-22:00

Heiðar Kári Rannversson spjallar við gesti og gangandi um sýninguna NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA, sem fjallar um það óvenjulega venjulega í íslenskri samtímalist. Á sýningunni eru verk ellefu listamanna sem eiga það sameiginlegt að vinna verk sem verða til ​úr efni og aðstæðum hversdagsins. Næntís bíó
kl. 18:00-23:00

Gerðarsafn og Bíó Paradís bjóða upp á „næntís“ kvikmyndadagskrá í tengslum við sýninguna NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA. Popp og veigar eru seldar í Garðskálanum í Gerðarsafni. 
18:00 Wayne's World
20:00 Reality Bites
22:00 The CraftPylsupartý í Garðskálanum
kl. 18:00-23:00

Ægir og Íris í Garðskálanum eru með heimilislega stemmingu og bjóða upp á óvenjulegt úrval af pylsum í tilefni Safnanætur. Hamingjustund hefst kl. 17:00.DeCore (Doríon) í Kópavogskirkju

Föstudag, 3. febrúar kl. 18:30-23:00

Listaverki Doddu Maggýjar DeCore (Doríon), 2017 verður varpað á Kópavogskirkju og í kjölfarið verður friðarstund með tónlistarhópnum Umbru í kirkjunni en einnig leikur organisti Kópavogskirkju Lenka Matéova á orgelið. 

Viðburðurinn markar upphaf söfnunarátaks vegna viðgerða á gluggum kirkjunnar en steint glerið er verk Gerðar Helgadóttur. Verkið er ný útgáfa af verkinu Doríon, sem unnið til heiðurs Gerði Helgadóttur fyrir sýninguna Birtingu 2015. Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum