Dögurður með listamönnum

12.1.2017

Næstkomandi sunnudag 15. janúar kl 13 býðst gestum Garðarsafns að sitja í samræðu við listamenn sýningarinnar NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA yfir dögurði (bröns) í Garðskálanum. Viðburðurinn hefst á kynningu um sýninguna með sýningarstjóranum Heiðari Kára Rannverssyni og í kjölfarið tekur við listamannaspjall yfir dögurði.

Á viðburðinum verður boðið upp á brönsböku með beikoni, bökuðum tómötum, hleyptu eggi og hollandais sósu. Með bökunni er borinn fram appelsínusafi, kaffi og sætur biti. Aðgangseyrir á viðburðinn með dögurði er 2500 kr.

Sætaframboð er takmarkað en skráning fer fram á gerðarsafn@kopavogur.is.
Hægt er að bóka grænmetisútgáfu af dögurðinum við skráningu. Garðskálinn verður lokaður vegna þessa sérviðburðar á meðan á viðburði stendur. 

Látið ykkur ekki leiðast í dimmum janúar og bókið tímanlega sæti á þennan notalega viðburð. 

Listamenn sem taka þátt í dögurðinum eru: Anna Hrund Másdóttir, Arna Óttarsdóttir, Arnfinnur Amazeen, Emma Heiðarsdóttir, Finnur Arnar Arnarson, G.Erla - Guðrún Erla Geirsdóttir, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Loji Höskuldsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Sveinn Fannar Jóhannsson en einnig eru verk eftir Emmu Heiðarsdóttur og Þorvald Þorsteinsson á sýningunni. Sýningarstjóri er Heiðar Kári Rannversson.

Sýningin opnar föstudaginn 13. janúar kl. 20 - allir velkomnir.

Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum