Gerðarsafn lokar kl. 15 í dag / Gjörningurinn Sepulchral City á morgun

9.12.2016

Gerðarsafn lokar kl. 15 í dag vegna starfsmannagleði. Safnið er opið að venju milli kl. 11-17 um helgina. Verkið "Sepulchral City" eftir David Levine verður flutt á morgun, laugardag, milli kl. 11-17. Verkið er margendurtekinn flutningur á texta Joseph Conrad úr Heart of Darkness frá 1898, sem er sár gagnrýni á nýlendustefnu Vesturlanda. Tveir leikarar flytja verkið endurtekið fyrir einhvern eða engan, en þó alltaf fyrir sjálfa sig á mismunandi stöðum í Gerðarsafni, í sundlaug Kópavogs, Samkaupum í Hófgerði, á Bókasafni Kópavogs og í Náttúrustofu Kópavogs á morgun frá 13 til 17. Áhorfendur geta labbað inn og út á meðan á flutningnum stendur og hlustað er þeir skoða önnur verk.

David Levine, Sepulchral City, 2016. Mynd: Hörður Sveinsson. Cycle Music and Art Festival.