Jólastund í Gerðarsafni

JÓLAKORTASMIÐJA FRAM AРÞORLÁKSMESSU

29.11.2016

Gerðarsafni er hægt að nostra við jólakortin fram á síðustu stundu, en á neðri hæðinni verður opin jólakortasmiðja fram að Þorláksmessu. Allir eru velkomnir og þeir sem eru búnir að klára jólakortin geta gert merkimiða á jólagjafirnar eða teiknað fallega jólamynd.
Eftir sköpunarstundina er svo hægt að fá sér kaffisopa í Garðskálanum, eða heitt súkkulaði sem kemur öllum örugglega í jólaskap.
Garðskálinn er opinn á opnunartímum safnsins þriðjudaga til sunnudaga kl. 11-17.