Gjörningadagskrá

THE POST PERFORMANCE BLUES BAND & DAVID LEVINE

29.11.2016

The Post Performance Blues Band

Föstudagur 2. des, kl. 16-18
Næstkomandi föstudag kl. 16 flytur hópurinn The Post Performance Blues Band fyrstu opinberu tónleika sína í Gerðarsafni. Post Performance Blues Bandið æfir ekki, allir tónleikar þess eru jafnframt fyrsta æfingin.Frítt er inn á viðburðinn og allir velkomnir.
Hamingjustund í Garðskálanum frá kl. 16-18. 

PPBB er hugarfóstur hóps nemenda í alþjóðlegu meistaranámi í sviðslistum við Listaháskóla Íslands. Verkefnið er að hluta til framhald af samstarfi við listamannateymið BoyleANDshaw og Adam Gibbons sem vann með hópnum í október. Gjörningurinn verður fluttur í innsetningu listamannanna í safninu.
  
The Post Performance Blues Band doesn't rehearse. It's blue, it's a bloody mary, it's an anticlimax, it's a new beginning without an end. It is searching for an identity at Gerðarsafn this Friday.“

David Levine: Sepulchral City

Laugardagur 3. des, kl. 13-17

Gjörningur bandaríska listamannsins David Levine, Sepulchral City, fer fram í Menningarhúsum Kópavops alla laugardaga frá kl. 13-17. Verkið er margendurtekinn flutningur á texta Joseph Conrad úr Heart of Darkness frá 1898, sem er sár gagnrýni á nýlendustefnu Vesturlanda. Verkið fékk nýlega lofsamlega dóma í gagnrýni Artforum um sýningunaÞá. Nánari upplýsingar má finna hér. 

Gerðarsafn er opið kl. 11-17 þriðjudaga til sunnudaga.
Garðskálinn er opinn á sömu tímum og býður upp á hádegisverð og kaffiveitingar.