Óskum eftir starfsmanni í móttöku safnsins

18.11.2016

Gerðarsafn - Listasafn Kópavogs óskar eftir starfsmanni í móttöku safnsins.

Helstu verkefni

·         Móttaka og almenn afgreiðsla gesta safnsins

·         Gæsla listmuna og safnhúss

·         Umsjón og afgreiðsla í safnverslun

·         Daglegt sjóðsuppgjör

·         Símsvörun og afgreiðsla almennra erinda í tölvupósti

·         Aðstoð við uppfærslu vefsíðu og kynningu á samfélagsmiðlum

·         Undirbúningur og frágangur við og eftir viðburði safnsins

·         Vinnur að öðrum þeim verkefnum á vegum safnsins sem honum eru falin


Hæfniskröfur

·        Sjálfstæð vinnubrögð og leikni í mannlegum samskiptum

·        Jákvætt viðmót og sveigjanleiki

·        Góð tölvukunnátta, gott vald á íslensku og ensku

·        Þekking á sviði myndlistar og/eða safnastarfi er kostur


Nánari upplýsingar

Starfshlutfall er 54,55%.

Vinnutíminn eru fimmtudagur og föstudagur í hverri viku og aðra hverja helgi frá 10:45 – 17:30. Möguleg yfirvinna á við um kvöldopnanir og aðra viðburði.

Safnið er opið frá 11-17 þriðjudaga til sunnudags.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs. Umsóknarfrestur er til og með 29. nóvember.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.


Umsókn fer einungis fram á starfavef Kópavogsbæjar:                     http://www.kopavogur.is/stjornsyslan/vinnustadurinn/laus-storf/almenn-storf/

Nánari upplýsingar veitir: Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, listrænn stjórnandi Gerðarsafns á netfanginu kristindagmar@kopavogur.is