Leiðsögn með safnstjóra

15.11.2016

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, safnstjóri Gerðarsafns, leiðir gesti um sýninguna Þá á sunnudaginn 20. nóvember kl. 15. 

Sýningin Þá opnaði sem hluti alþjóðlegu listahátíðarinnar Cycle, sem stóð yfir 27.-30. október. Á sýningunni eru verk íslenskra og erlendra listamanna, sem fela í sér vísanir í sameiginleg einkenni tónlistar og myndlistar. Í verkunum er tíminn í forgrunni með sífelldum endurtekningum, framtíðarspám og fortíðarminni.

Aðgangsmiði á safnið gildir.