Skúlptúr/skúlptúr námskeið fyrir 9-12 ára

6.10.2016

Verið velkomin í skúlptúrnámskeið fyrir 9-12 ára krakka í Gerðarsafni laugardaginn, 8. október kl. 13. Á námskeiðinu kynnumst við skúlptúrum Gerðar Helgadóttur (1928-1975) og munu þátttakendur vinna síðan að eigin tilraunum í fræðslurýminu Stúdíó Gerðar. Þar verða gerðar tilraunir með að byggja upp skúlptúra með þrívíðum formum. Guðný Rúnarsdóttir, myndlistarmaður og listgreinakennari, leiðir námskeiðið. 

Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis og fer skráning fram á netfangið gerdarsafn@kopavogur.is. Takmarkaður fjöldi kemst að á námskeiðin svo mælt er með að skrá sig fyrr en síðar. 

Skúlptúrsmiðjan er hluti af fjölskyldustundum í Menningarhúsum Kópavogs, sem haldnar verða á laugardögum í allan vetur. Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Héraðsskjalasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Salurinn ljúka upp dyrum sínum og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem er gestum að kostnaðarlausu.

Skúlptúrsmiðjan fer fram í Stúdíói Gerðar á neðri hæð safnsins og má þar einnig gera veggverk í anda víraskúlptúra Gerðar Helgadóttur. Sýningar Evu Ísleifsdóttur og Sindra Leifssonar í sýningarröðinni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR, safneignarrýmið +Safneignin og Garðskálinn eru einnig opin.