Með aðferðum náttúrunnar

Skapandi sumarnámskeið fyrir 10-13 ára 

4.8.2016

Boðið verður upp á myndlistarnámskeiðið Með aðferðum náttúrunnar fyrir 10-13 ára í Gerðarsafni 15.-19. ágúst kl. 13-16. Á námskeiðinu verða gerðar spennandi tilraunir í að gera náttúrutengda myndlist. Við förum í rannsóknarleiðangra um Gerðarsafn, Náttúrufræðistofu og Bókasafn Kópavogs og finnum innblástur í náttúrunni í kringum okkur.
Við munum búa til saltkristalla með salti og litum og gera tilraunir með geómetrísk form úr sápukúlum. Við rannsökum náttúruna með smásjá, skoðum hvernig sólúr virka og steypum steingervinga. Tilraunir okkar verða form af landlist, þar sem náttúrufyrirbrigði og listsköpun verður að einu. Kennarar námskeiðsins eru myndlistarmennirnir Guðrún Benónýsdóttir og Guðný Rúnarsdóttir.

Þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti á námskeiðið og vera klædd eftir veðri þar sem við munum vinna töluvert mikið utandyra. Hópurinn þarf að vera þannig búin að þau geti legið í grasi og unnið í mold og með málningu og gifs.

Námskeiðsgjald er 14.000 kr., efni er innfalið.

Skráning fer fram í gegnum netfangið gerdarsafn@kopavogur.is. Takmarkaður fjöldi kemst að á námskeiðin svo mælt er með að skrá sig fyrr en síðar. 
Upplýsingar um námskeiðið veitir Brynja Sveinsdóttir verkefnastjóri í síma 441 - 7601 / 441 - 7603, einnig má senda póst á netfangið brynjas@kopavogur.is