Safnadagurinn í Gerðarsafni: +Safneignin

18.5.2016

Sýningin +Safneignin opnuð um helgina í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum á Íslandi. 

+Safneignin er rými fyrir rannsóknir þar sem gestum er gefinn kostur á að líta á bak við tjöldin og kynnast því sem að öllu jöfnu tilheyrir innra starfi safns.

Leitað er aftur í grunninn og rýnt í safneignina með þeim hætti að listaverkageymslan teygir sig fram í sýningarrýmið. Hverju sinni eru dregin fram verk úr safneigninni til að sýningar um leið og unnið er fyrir opnum tjöldum að skáningu verkanna, ástandsskoðun, rannsóknum og fræðslu.

Plúsinn stendur fyrir bæði fyrir viðbót og vísar í það sem koma skal.