Tilraunastofa: Náttúran í gegnum hönnun og stærðfræði

28.4.2016

Sinéad mun sýna okkur nýjar leiðir til að uppgötva samband stærðfræði og náttúrunnar í gegnum geometrísk form. Við munum sjá hvernig ólík fyrirbæri, svo sem tónlist og plöntur, tengjast í gegnum mynstur og getum leikið okkur að formum í sandkassa á sýningunni. Við gerum tilraunir með þrívíð form og uppgötvum nýjar leiðir til að rannsaka umhverfi okkar.

Tilraunastofan er hluti af fjölskyldustundum í menningarhúsunum í Hamraborginni. Alla laugardaga í vor er boðið upp á viðburði fyrir fjölskylduna ýmist í Gerðarsafni, Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs eða í Salnum. Um er að ræða listsmiðjur, upplestur, tónleika og fleira fyrir börn og unglinga og hefjast viðburðirnir alltaf kl. 13. 


Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum