Súpuspjall með safnstjóra

Stefnumót #6

4.4.2016

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, listrænn stjórnandi Gerðarsafns, leiðir gesti um sýninguna Blint stefnumót á miðvikudaginn 6. apríl kl. 17. Eftir göngu um sýninguna verður sest niður á Garðskálann og spjallað um sýninguna og starf safnsins. Leiðsögnin er sjötta og síðasta stefnumótið við safneignina í tengslum við Blint stefnumót en sýningin stendur til sunnudagsins 10. apríl.

Sýningin Blint stefnumót birtir óvænt kynni verka úr safneign sem hafa þroskast saman í listaverkageymslunni. Verkin sjálf spanna heila öld í íslenskri listasögu og á sýningunni er leitast við að skoða tengsl þeirra og um leið að huga að því hvernig safneign af þessu tagi verður til á löngum tíma. Verkin koma til safnsins á ýmsum skeiðum, valin af starfsfólki á hverjum tíma, og smátt og smátt verður til flókin heild sem enduspeglar tilgang og sögu starfseminnar.
 
Að loknum leiðangri um safneignina verður sælkerastund í Garðskálanum þar sem súpur, smurbrauð, drykkir og kaffiveitingar eru á matseðli. Klippimyndasmiðjan Stúdíó Gerðar verður opin lengur fyrir áhugasama listamenn af yngstu kynslóðinni.
 
Frítt er í safnið á miðvikudögum. Viðburðir fara fram á íslensku.


Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum