Könnunarleiðangur um safneignina

Stefnumót #2

14.3.2016

Brynja Sveinsdóttir, umsjónarmaður safneignar Gerðarsafns býður gestum í könnunarleiðangur og spjall. Leiðangurinn byrjar á göngu um safneignarsýninguna Blint stefnumót þar sem má sjá óvænt tengsl verka sem hafa þroskast saman í listaverkageymslu safnsins. Ferðin heldur áfram í rannsóknarrýmið +Safneignina og listaverkageymslu Gerðarsafns þar sem verður litið á bak við tjöldin og fræðst um umönnun listaverka.

Að loknum leiðangri um safneignina verður sælkerastund í Garðskálanum þar sem súpur, smurbrauð, drykkir og kaffiveitingar eru á matseðli. Eins verður klippimyndasmiðjan Stúdíó Gerðar opin lengur fyrir áhugasama listamenn af yngstu kynslóðinni.

Frítt er í safnið á miðvikudögum og veitingar verða á sérstöku verði á sælkerastund Garðskálans.