KLIPP KLIPP smiðja í mósaík og klippimyndgerð

5.1.2016

Gerðarsafn býður upp á ókeypis námskeið fyrir 7-10 ára krakka næstkomandi laugardag 9. janúar milli kl. 13-15. Námskeiðið verður endurtekið í opinni smiðju sunnudaginn 10. janúar kl. 13-16.

Linn Björklund myndlistarmaður leiðir námskeið þar sem við gerum stóra veggmynd í anda Gerðar Helgadóttur (1928-1975). Á námskeiðinu skoðum við mósaík og klippimyndir Gerðar og ræðum hvernig við gerum heilstæða mynd saman. Við munum gera tilraunir með litasamsetningar og geometrísk form og nota tilraunir okkar í að gera stórt veggverk.

Námskeiðið er sniðið að krökkum á aldrinum 7-10 ára. Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis og fer skráning fram á netfangið gerdarsafn@kopavogur.is 
Við hvetjum áhugasama til að skrá sig fyrr en síðar þar sem færri komust að á síðasta námskeið en vildu.

Veggmyndagerðin heldur áfram í opinni smiðju á sunnudaginn milli kl. 13-16 þar sem krakkar eða öll fjölskyldan geta mætt og gert veggverk.

Námskeiðið er fyrsta fjölskyldustund ársins en á hverjum laugardegi verður viðburður fyrir fjölskylduna í einhverju menningarhúsa Kópavogs.

Kaffihúsið Garðskálinn er opið á neðri hæð safnsins og fæst þar hádegisverður, kaffi og sætabrauð. 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum