Garðskálinn opinn 

7.1.2016

Garðskálinn er opinn þriðjudaga til sunnudaga kl. 11-17 þrátt fyrir að safnið sé lokað vegna sýningarskipta. Á Garðskálanum fást súpa með súrdeigsbrauði, smurbrauð, kökur og kaffiveitingar. 


Garðskálinn hefur nýverið hafið göngu sína í Gerðarsafni og er rekið af hjónunum Ægi Friðrikssyni og Írisi Ágústsdóttur. Íris er innanhúshönnuður sem hefur sett svip sinn á endurbætur á staðnum. Ægir er margverðlaunaður matreiðslumeistari sem hefur meðal annars verið yfirkokkur á Kaffi Flóru og Hótel Reykjavík Natura og Satt. 

Matseðil og frekari upplýsingar um Garðskálann má finna á heimasíðunni www.gardskalinn.com