Námskeið í teikningu og bókagerð fyrir 8-12 ára

9.12.2015

Gerðarsafn býður upp á ókeypis námskeið fyrir 8-12 ára krakka næstkomandi laugardag 12. desember milli kl. 13-15.

Tekið er við skráningu á gerdarsafn@kopavogur.is fram á föstudag.

Edda Mac myndlistarmaður leiðir námskeið þar sem við gerum myndabækur í anda Barböru Árnason (1911-1975). Á námskeiðinu skoðum við teikningar og grafíkmyndir Barböru og ræðum hvernig hægt er að byggja upp sögu með myndum. Við munum gera tilraunir með pennateikningar og að búa til áferðir með ólíkum tegundum lita. Við notum síðan tilraunir okkar til að gera myndabók þar sem teikningarnar ráða ferðinni.

Námskeiðið er sniðið að krökkum á aldrinum 8-12 ára. Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis.

Við hvetjum áhugasama til að skrá sig á netfangið gerdarsafn@kopavogur.is fyrr en síðar þar sem færri komust að á síðasta námskeið en vildu.

 Hlökkum til að sjá ykkur!