Garðskálinn tekur til starfa í Gerðarsafni

7.12.2015

Bistróið Garðskálinn hefur nú opnað á neðri hæð Gerðarsafns. Í Garðskálanum er boðið upp á hágæða súpu með nýbökuðu súrdeigsbrauði og smurt brauð með hátíðarívafi í hádeginu. Þar fást nýbakaðar kökur og kaffi auk jólakræsinga sem eru tilvaldar til gjafa.

Hjónin Ægir Friðriksson og Íris Ágústsdóttir standa að rekstri Garðskálans. Íris er hönnuður og hefur haft yfirumsjón með breytingum sem gerðar hafa verið á hönnun rýmisins sem hýsti áður kaffiteríu Gerðarsafns. 
Ægir hefur unnið víða á sínum ferli, ma. verið matreiðslumaður á Grillinu, unnið á veitingastaðnum Me í Barcelona  yfirmatreiðslumaður á Hotel Natura Reykjavík og Satt, og núna síðast á Flórunni í Grasagarði Reykjavíkur hjá Marentzu Poulsen veitingakonu og smurbrauðsjómfrú. 

Garðskálinn verður opinn á sama tíma og Gerðarsafn, þriðjudaga til sunnudaga frá klukkan 11-17.00.

Nánari upplýsingar má finna á gardskalinn.is eða senda póst á matur@gardskalinn.com


Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum