Aðventuhátíð í Kópavogi
Aðventuhátíðin í Kópavogi er haldin fyrstu helgina í aðventunni með jóladagskrá fyrir alla fjölskylduna. Laugardaginn 28. nóvember verður tendrað á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við Hamraborg. Á hátíðinni verða fjöldbreyttir viðburðir auk matar- og handverksmarkaða. Sunnudaginn 29. nóvember verður smiðja í jólakortagerð fyrir alla fjölskylduna í Gerðarsafni og jólaorigami smiðja í Bókasafni Kópavogs. Hlökkum til að sjá ykkur!
13:00-18:00 Markaðurinn Hönnun og handverk á neðri hæð Gerðarsafns
13:00-18:00 Matarmarkaður á túni menningarhúsanna
13:00-18:00 Dýrin á Náttúrufræðistofunni hafa skrýðst jólabúningi og jólabækur á Bókasafninu
13:00-18:00 Aðventustemning á kaffihúsinu Garðskálanum í Gerðarsafni
13:00-17:00 Listamenn opna vinnustofur sínar og listasali í Hamraborg og Auðbrekku.
11:00-18:00 Ókeypis aðgangur að sýningunum SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR í Gerðarsafni
13:30-14:30 Bragi Valdimar Skúlason segir frá jólasveinunum og barnabók sinni í Bókasafni Kópavogs
15:00-15:20 Erindi um jólaköttinn í Náttúrufræðistofu Kópavogs
15:20-15:45 Sagan um jólaköttinn í Bókasafni Kópavogs
16:00-17:00 Aðventudagskrá og tendrað á ljósum vinabæjarjólatrés við menningarhúsin. Sendiherra Svíþjóðar, Bosse Hedberg, og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs tendra á jólatrénu, sem er gjöf frá vinabæ Kópavogs í Norrköping í Svíþjóð. Hrói Höttur Gilli gríslingur og fleiri úr Leikhópnum Lottu kynna dagskrána. Skólahljómsveit Kópavogs spilar jólalög. Jólaball, söngur og gleði með gestum sem eru óvenju snemma á ferð!
17:00-17:20 Kvennakór Kópavogs flytur jólalög í Gerðarsafni
Félagsmiðstöðin Gjábakki
13:30-16:30 Veitingar, kaffi og súkkulaði verður afgreitt í kaffiteríu
13.00-17:00 Handverksmarkaður opnar og laufabrauðsgerðin hefst
13.30-13:50 Stjörnubjart á Aðventu Ágústa Sigrún, Sváfnir og Haraldur flytja jólalög
14.30-15:00 Samkór Kópavogs flytur jólalög
15.00-15.20 Klarinettuhópur Skólahljómsveitar Kópavogs
Sunnudagurinn 29. nóvember
13:00-16:00 Jólaorigami á Bókasafni Kópavogs
13:00-17:00 Listasmiðja í Gerðarsafni þar sem öll fjölskyldan getur myndskreytt jólakort í anda teikninga Barböru Árnason
13:00-17:00 Dýrin í Náttúrufræðistofunni hafa skrýðst jólabúningi og jólabækur á Bókasafninu
13:00-17:00 Aðventustemning á kaffihúsinu Garðskálanum í Gerðarsafni
17:00-17:40 Jólaleikritið Ævintýrið um Augastein í Salnum