SKÚLPTÚR námskeið fyrir 8-12 ára

18.11.2015

Gerðarsafn bauð upp á ókeypis SKÚLPTÚR námskeið fyrir 8-12 ára krakka sunnudaginn 15. nóvember milli kl. 13-15. 

Linn Björklund myndlistarmaður leiddi námskeið þar sem mannslíkamann var mótaður í leir. Á námskeiðinu var litið inn á listaverkageymslur safnsins og faldir fjársjóðir kannaðir um leið og ræddar voru hugmyndir um höggmyndalistina. Hópurinn rannsakaði mannamyndir Gerðar Helgadóttur og vann skúlptúra úr sjálfharðnandi leir út frá höfuð- og brjóstmyndum hennar. 


Nú stendur yfir sýning á verkum listamanna framtíðarinnar í Stúdíó Gerður á neðri hæð safnsins. 


Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum