Ormadagar í Gerðarsafni

26.5.2015

Dagana 26.-29. maí bjóðum við grunnskólahópa velkomna í vinnusmiðju með myndlistarmanninum Guðrúnu Benónýsdóttur. 

Guðrún Benónýsdóttir leiðir vinnusmiðju í tengslum við sýninguna Birting sem stendur nú yfir í Gerðarsafni. Birting er samsýning á verkum eftir íslenska samtímalistamenn sem unnin eru út frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur (1928-1975) í Kópavogskirkju og víðar. Sýningunni er ætlað að vekja okkkur til umhugsunar staði á borð við söfn og kirkjur og þær athafnir sem þeim fylgja. 

Í vinnusmiðjunni munu nemendur búa til eigin bók eða bókverk með skissum og mynsturteikningum út frá verkum sýningarinnar. Nemendur munu prófa sig áfram með ólíkar birtingarmyndir bókverksins sem bók, skúlptúr og teikning. Þau munu kynnast möguleikum bókverksins með því að bretta saman pappír, teikna, lita og sauma, allt út frá því hvert vinnan leiðir þau. 

Vinnusmiðja með listamanni tekur 40-60 mín og er sérstaklega ætluð nemendum á grunnskólastigi. 

Skráning í vinnusmiðjuna fer fram í gegnum heimasíðu Ormadaga: www.ormadagar.is

Þátttaka er ókeypis - allir velkomnir!