Verðlaunamyndir ársins 2014

3.3.2015

Bestu fréttamyndir ársins 2014 voru verðlaunaðar síðasta laugardag í Gerðarsafni á árlegri sýningu Blaðaljósmyndarafélags Ísland. Á sýningunni eru 116 bestu myndir ársins sem dómnefnd valdi úr yfir 900 myndum.

Verðlaun voru veitt í níu flokkum:

  • Frétta­mynd árs­ins og Mynd ársins 2014 tók ljós­mynd­ar­inn Sig­trygg­ur Ari Jó­hanns­son á DV fyr­ir myndi af hæl­is­leit­and­an­um Ghasem Mohama­di sem svelti sig í mót­mæla­skyni vegna seina­gangs á af­greiðslu hæl­is­um­sókna. 
  • Ómar Óskars­son, ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins hlaut verðlaun fyr­ir mynd í flokki dag­legs lífs. 
  • Vil­helm Gunn­ars­son, ljós­mynd­ari Frétta­blaðsins, hlaut verðlaun fyr­ir íþrótta­mynd árs­ins. 
  • Rut Sig­urðardótt­ir, ljós­mynd­ari hjá Birtíngi, hlaut verðlaun fyr­ir portrait-mynd árs­ins. 
  • Gígja D. Ein­ars­dótt­ir, ljós­mynd­ari hjá Eiðfaxa/​Viðskipta­blaðinu hlaut verðlaun fyr­ir tíma­rita­mynd árs­ins. 
  • Heiða Helga­dótt­ir, ljósmyndari hjá Birtíngi átti verðlauna­mynd­ina í flokki um­hverf­is­mynda auk þess sem hún átti myndaröð árs­ins.
  • Guðmundur Bergkvist, RÚV, hlaut verðlaun fyrir Myndskeið ársins fyrir Rannsóknarstofan Surtsey.

Dóm­nefnd­ina í ár skipuðu Ein­ar Ólason, Brynj­ar Gauti Sveins­son, Jó­hanna Guðrún Árna­dótt­ir, Gunn­ar Sverris­son, Bald­ur Kristjáns­son, Hall­gerður Hall­gríms­dótt­ir og Søren Pagter sem var jafn­framt formaður dóm­nefnd­ar. Søren Pagter er kenn­ari við dansk­ann blaðaljós­mynd­ara­skóla og hef­ur setið í mörg­um dóm­nefnd­um ljós­mynda­keppna.