Fjölskyldudagur í Gerðarsafni

Laugardaginn 24. janúar kl. 14

21.1.2015

Gerðarsafn bíður upp á skapandi samverustund fyrir fjölskyldur undir handleiðslu Guðrúnar Benónýsdóttur, myndlistarmanns. Viðburðurinn er settur upp í tengslum við fræðslu- og upplifunarsýninguna Stúdíó Gerðar sem nú stendur yfir í safninu og fer fram næstkomandi laugardag  24. janúar kl.14

Innsetningin í Stúdíói Gerðar er innblásin af vinnustofu Gerðar Helgadóttur (1928-1975) en þar er jafnframt er lögð áhersla á sköpun og ímyndunarafl þátttakenda. Hér gefst okkur tækifæri að upplifa listaverk, skissur og teikningar Gerðar okkur til ánægju og fróðleiks. Einnig hafa verið settar upp skapandi vinnustöðvar sem veita ungum sem öldnum tækifæri til að taka virkan þátt í uppbyggingu sýningarinnar.

Með sýningunni leitast Gerðarsafn sérstaklega við að bjóða upp á möguleika í safnfræðslu. Listamaðurinn Guðrún Benónýsdóttir er hugmyndasmiður sýningarinnar í samstarfi við Gerðarsafn.

Frítt er inn fyrir þátttakendur í smiðjunni.

Allir velkomnir!