Heimsóknir skólahópa í Stúdíó Gerðar

9.1.2015

Gerðarsafn fagnar hópum á öllum aldri sem vilja koma í heimsókn í Stúdíó Gerðar Helgadóttur með eða án leiðsagnar safnkennara. Tekið er á móti nemendum virka daga eftir samkomulagi. 

Vinsamlegast bókið leiðsögn á netfanginu gerdarsafn@kopavogur.is. Mælt er með að hópar, sem koma á eigin vegum á opnunartíma safnsins, láti vita af komu sinni fyrirfram.