Ljósi varpað á feril vandvirks listamanns

30.12.2014

Sýning Hólmfríðar Árnadóttur, Hughrif, sem nú er í Gerðarsafni var í Morgunblaðinu valin ein af tíu bestu myndlistarsýningum ársins: „í pappírs- og textílverkum sínum túlkar Hólmfríður frjóan og fágaðan hátt þau hughrif sem kviknað hafa af efninu sjálfu.  Jafnframt er efnið þó mótað til að tjá skynjun landslags og birtu, og andartök þar sem saman fara kyrrð og næmi. Yfirlitssýningin er einstaklega fallega unnin og varpar Ijósi feril vandvirks listamanns og jafnframt merkan þátt Hólmfríðar íslenskri listasögu." Anna Jóa, myndlistarrýnir Morgunblaðsins.

Sýningin stendur til 4. janúar. Opið í dag, og 2. til 4. janúar frá kl. 11 til 17.