Aðventuhátíð í Gerðarsafni

Laugardaginn 29. nóvember 

26.11.2014

Við menningarhúsin á Borgarholtinu verður hugguleg jólastemming og í litlum jólahúsum á torginu við húsin verður góðgæti og varningur til sölu. Í safnbúð Gerðarsafns verður afsláttur af gjafavörum og minjagripum sem hannaðir eru út frá verkum Gerðar Helgadóttur en búðin er einnig full af nýjum vörum. 

Dagskrá Gerðarsafns

Kl. 11-17 Tvær sýningar eru í Gerðarsafni, Hughrif með verkum Hólmfríðar Árnadóttur og Óp/Op með verkum Jóns B. K. Ransu.

 Kl. 12.00-17.00 Pop-up eldhús Gerðarsafns 

kl. 15.00 Jón Proppé listheimspekingur leiðir gesti um sýninguna Hughrif. 

kl. 16.00 Karlakór Kópavogs

Sjá dagskrá hátíðarinnar hér: Adventuhatid-2014