Bestu ljósmyndirnar árið 2013

3.3.2014

Sýningin Myndir ársins 2013 var opnuð við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni í dag, 15. febrúar. Á sýningunni eru bestu myndir félaga í Blaðaljósmyndarafélagi Íslands frá árinu 2013, ásamt bestu myndskeiðum fréttatökumanna. Um 1.000 myndir voru sendar inn í myndasamkeppni BLÍ en sex manna dómnefnd valdi þær 160 myndir sem prýða sýninguna. Dómnefnd valdi einnig þær myndir sem þóttu skara fram úr í hverjum flokki auk þess að velja mynd ársins. Íslandsbanki og VÍB eru samstarfsaðilar BLÍ við sýninguna Myndir ársins 2013 Á neðri hæð Gerðarsafns opnaði BLÍ einnig sérsýningu á myndum Sigurgeirs Jónassonar, ljósmyndara úr Vestmannaeyjum – Eyjar í 65 ár.


Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum