Íslenska teiknibókin - Myndir af listasmiðjum og safnfræðsu

Subtitle

20.1.2014

Í tengslum við sýninguna Íslenska teiknibókin var boðið upp á fjórar ókeypis listasmiðjur fyrir börn og unglinga í samvinnu við Myndlistaskólinn í Reykjavík. Í þeim var unnið út frá Íslensku teiknibókinni með fjölbreyttum hætti. Í safninu og á www.kveikjan.is eru teikniverkefni þar sem unnið er út frá Íslensku teiknibókinni og Physiologusi. Verkefnin eru bæði hugsuð fyrir gesti og gangandi sem geta þá sest niðu í smiðju á neðri hæð safnsins og teiknað sem og myndmenntakennara sem koma með nemendur. 

Svanhildur María Gunnarsdóttir safnkennari hefur tekið á móti skólahópum á skrifarastofu þar sem hún fræðir nemendur um handverkið sem býr að baki gerð miðaldahandrita, þ.e. verkun kálfskinns í bókfell, blekgerð og liti, myndlýsingar o.fl. - auk sýnikennslu hvernig fjöðurstafir voru fyrr á öldum skornir til í penna. Nemendum býðst að tylla sér niður og skrifa með tilskornum fjöðurstaf á kálfskinn, sem verkað er með ævafornri aðferð, og bleki löguðu af sortulyngsseyði, sortu, krækiberjum og grávíðileggjum. Til að fá nánari upplýsingar um fræðsluna hafið samband við Telmu í síma 570 0444 eða Svanhildi í síma 822 0121