Leiðsögn um sýninguna Kona málar konur

Jóhanna Kristín Yngvadóttir Hraunfjörð 1953 - 1991

13.8.2013

Sunnudaginn 15. september ætlar Guðrún Atladóttir, sýningarstjóri að leiða gesti um sýninguna Kona málar konur. Jóhanna Kristín Yngvadóttir Hraunfjörð  kl. 15:00.  Á sýningunni eru fjörtíu og fimm verk í opinberri og einkaeigu eftir þennan framúrskarandi listmálara. Guðrún Atladóttir, bróðurdóttir Jóhönnu Kristínar, hefur gert heimildamynd um listakonuna sem ber heitið Svartur er litur gleðinnar.  Á sýningunni verður sýnd styttri mynd eftir Guðrún sem fjallar um listsköpun Jóhönnu Kristínar. Sú mynd heitir Minningin er blá Allir velkomnir