Listamannaspjall á síðasta sýningardegi

Sun. 7. jan. 15-16

3.1.2018

Næstkomandi sunnudag, 7. janúar kl. 15, fer fram listamannaspjall í tengslum við sýninguna Staðsetningar sem stendur yfir í Gerðarsafni. Litið verður til verka og aðferða listamannanna Einars Garibalda Eiríkssonar og Kristjáns Steingríms Jónssonar. Þetta er jafnframt seinasti sýningardagur sýningarinnar.

Staðsetningar er sýning í tveimur hlutum á verkum Einars Garibalda Eiríkssonar og Kristjáns Steingríms Jónssonar. Á fyrri hluta sýningarinnar voru sýnd nýleg verk listamannanna en nú má í báðum sölum safnsins skyggnast inn í sköpunar- og vinnuferli þeirra eins og þau hafa mótast síðustu áratugi. Verk þeirra fela meðal annars í sér athuganir á náttúru, stöðum og staðsetningum og báðir velta fyrir sér sambandi okkar mannfólksins við umhverfið.

Aðgangseyrir á safnið gildir á viðburðinn.