Hverfið mitt | Fjölskyldustund í Gerðarsafni

lau. 16. des. 13-15

12.12.2017

Næstkomandi laugardag, 16. desember kl. 13-15, fer fram fjölskyldustund í tengslum við sýninguna Staðsetningar sem stendur yfir í Gerðarsafni. Þema smiðjunnar er „Hverfið mitt“, þar sem litið verður til verka og aðferða listamannanna Einars Garibalda og Kristjáns Steingríms til innblásturs og hver fjölskylda vinnur með eigið nærumhverfi og heimili. Hugmyndasmiður fjölskyldustundarinnar er Elín Helena Evertsdóttir, nemi í diplómanámi í listkennslu við LHÍ, sem jafnframt leiðir smiðjuna.

Smiðjan er liður í Fjölskyldustundum í Menningarhúsunum í Kópavogi þar sem er boðið upp á dagskrá fyrir fjölskyldur á hverjum laugardegi. Smiðjan er opin öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.