Gerður 90 ára

11.4.2018

Gerður Helgadóttir hefði orðið 90 ára í dag en hún fæddist 11.apríl árið 1928. Af því tilefni verður frítt inn á Gerðarsafn í dag og veggspjöld Gerðar sem komu út á árinu fáanleg á sérstöku 2 fyrir 1 afmælistilboði.

Á afmælisárinu opnar sýningin GERÐUR þann 24. maí sem stendur yfir í sumar. Sýningunni er ætlað að gefa góða yfirsýn yfir feril listamannsins í gegnum þemu tengd lífi hennar og list.