Opið í dag

12:00-18:00

Fjölskyldustund | Leirum okkur sjálf

27.01.2018
13:00
Smiðjan er unnin út frá sýningunni Líkamleiki, sem fjallar um líkamann og líkamleika í samtímalist. Í smiðjunni munum við gera tilraunir með að leira okkur sjálf og sækjum innblástur í verk á sýningunni. Við prófum að leira með lokuð augun líkt og Haraldur Jónsson gerir í verkinu Blindnur og skoðum hvað gerist þegar maður nuddar leir eins og í vídeóverkinu Heilnudd eftir Unu Margréti Árnadóttur. Við skoðum líka verk Claire Paugam, þar sem hún gerir litla líkamshluta og kastar þeim í hraun í náttúrunni. Smiðjan er liður í Fjölskyldustundum í Menningarhúsunum í Kópavogi þar sem er boðið upp á dagskrá fyrir fjölskyldur á hverjum laugardegi. Smiðjan er opin öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.
GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner