Barbara og barnabókin

7.2.2018

Í tilefni af fullveldisafmæli Íslands verður haldin fjölbreytt dagskrá í Menningarhúsunum í Kópavogi, tengd barnabókinni í 100 ár. Í Gerðarsafni verða verk og myndskreytingar Barböru Árnason í fyrirrúmi. Valin verk Barböru verða sýnd í +Safneignin á neðri hæð Gerðarsafns samhliða barnabókasýningunni Áhrifavaldar æskunnar sem opnar í Bókasafni Kópavogs fimmtudaginn 8. febrúar kl. 16. Síðar í mánuðinum verður haldin teiknismiðja innblásin af verkum Barböru auk hádegisleiðsagnar um verk hennar í safneign Gerðarsafns.

Heildardagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi í febrúar má finna síðu Kópavogsbæjar