Fréttir

Opnun útskriftarsýningar meistaranema í hönnun og myndlist - 24.4.2018

Útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist verður opnuð í Gerðarsafni 28. apríl kl. 14. Hlökkum til að sjá ykkur.

Lesa meira

Sumardagurinn fyrsti - 18.4.2018

Opið í Menningarhúsunum í Kópavogi 11-17. Kubbur, botcha og húllahringir á útivistarsvæði, borðspil og teikniaðstaða á Bókasafni og í Stúdíói Gerðar í Gerðarsafni. 

Lesa meira

Barnamenningarhátíð í Gerðarsafni - 17.4.2018

Barnamenningarhátíð fer fram í Menningarhúsunum í Kópavogi vikuna 16.-21. apríl. Uppskeruhátíð hennar er haldin laugardaginn 21. apríl með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna, þar á meðal hreyfi-teiknismiðju og marókkósku teboði í Gerðarsafni. 

Lesa meira

Gerður 90 ára - 11.4.2018

Gerður Helgadóttir hefði orðið 90 ára í dag en hún fæddist 11.apríl árið 1928. Af því tilefni verður frítt inn á Gerðarsafn í dag og veggspjöld Gerðar sem komu út á árinu fáanleg á sérstöku 2 fyrir 1 afmælistilboði.

Lesa meira

Gjörningastund á síðustu sýningarhelgi - 10.4.2018

Laugardaginn 14. apríl kl. 15 verður haldin gjörningastund fyrir alla aldurshópa í Gerðarsafni. Myndlistarmennirnir Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason skoða gjörningaformið í gegnum tilraunir tengdar verkum á sýningunni Líkamleiki þar sem kex og nuddbekkur koma við sögu.

Lesa meira