Fréttir

Listahátíðin Cycle í Gerðarsafni - 15.8.2017

Listahátíðin Cycle mun taka yfir Gerðarsafn allan september mánuð þar sem smiðjur, vinnustofur, fyrirlestrar, kvikmyndasýningar, opnir kvöldverðir, tónleikar, kvikspuni, gjörningar og myndlistarsýning munu eiga sér stað.  Lesa meira

Viðburðadagskrá á síðustu sýningarhelgi - 15.8.2017

Sýningin Innra, með og á milli hefur verið framlengd til sunnudagsins 27. ágúst vegna góðra viðtaka. Síðustu sýningarhelgina, 26.-27. ágúst, verður fjölbreytt viðburðadagskrá með smiðjum fyrir börn og fullorðna, listamannaspjalli og gleðistund í Garðskálanum. Lesa meira

Sumarnámskeið í Menningarhúsunum í Kópavogi  - 19.7.2017

Boðið verður upp á spennandi sumarnámskeið í ágúst þar sem við kynnumst myndlist, ritlist og náttúruvísindum. 14.-18. ágúst verður haldið heilsdagsnámskeið fyrir 6-9 ára börn í ritlist, myndlist og vísindum í Náttúrufræðistofu, Bókasafni Kópavogs og í Gerðarsafni.

Lesa meira

Sumarið í Gerðarsafni / Myndlist, vísindi og ritlist - 28.6.2017

Í sumar stendur yfir sýningin Innra, með og á milli sem birtir samtal Gerðar Helgadóttur við samtímalist. Í ágúst verður boðið upp á tvö námskeið fyrir krakka sem tengja saman myndlist, ritlist og vísindi.

Lesa meira

Listamannaspjall / Innra, með og á milli - 23.6.2017

Sunnudaginn 25. júní kl. 15 munu listamennirnir Ragnheiður Gestsdóttir og Theresa Himmer taka þátt í spjalli um sýninguna Innra, með og á milli og veita gestum frekari innsýn í verk sín. Lesa meira

Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum