Fréttir

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ Í KÓPAVOGI  - 25.4.2017

Barnamenningarhátíð í Menningarhúsunum í Kópavogi hefur gengið í garð með fjölbreyttum smiðjum og dagskrá fyrir leikskóla- og grunnskólakrakka. Uppskeruhátíð Barnamenningarhátíðar verður haldin laugardaginn 29. apríl kl. 13-17 með opnum ljóða- og listsmiðjum, þjóðlagatónleikum og fróðleik fyrir alla fjölskylduna. 

Lesa meira

SUMARBYRJUN FAGNAÐ Í MENNINGARHÚSUNUM Í KÓPAVOGI  - 18.4.2017

Sumarbyrjun verður fagnað í Menningarhúsunum í Kópavogi á sumardaginn fyrsta kl. 11-17. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Bókasafni Kópavogs. Á laugardaginn, 22. apríl kl. 13, verður haldin fjölskyldustund í Stúdíói Gerðar.

Lesa meira

Gluggaverk í anda Gerðar Helgadóttur - 11.4.2017

Barnamenningarhátíð í Kópavogi fer fram vikuna 24.-29. apríl með fjölbreyttri dagskrá fyrir börn á öllum aldri í Menningarhúsunum í Kópavogi. Í tilefni af hátíðinni hefur hópur í vali í myndlist í Kársnesskóla unnið að gerð gluggaverks í anda steindra glugga Gerðar Helgadóttur.

Lesa meira

Stúdíó Gerðar á Barnamenningarhátíð í Kópavogi - 6.4.2017

Verk Gerðar Helgadóttur verða í forgrunni í Gerðarsafni í apríl í tilefni af Barnamenningarhátíð í Kópavogi sem fer fram í lok mánaðarins. +Safneignin og Stúdíó Gerðar eru nú með stærra sniði og má þar sjá víraskúlptúra og klippimyndir Gerðar frá hennar fyrstu árum í París og gera eigin verk innblásin af listaverkunum í Stúdíói Gerðar. 

Lesa meira

Gleðilega páska - 2.4.2017

Menningarhúsin í Kópavogi verða lokuð á skírdag, föstudaginn langa, laugardag 15. apríl, páskadag og 2. dag páska. Lokað verður á Gerðarsafni og í Garðskálanum þessa daga. Við óskum gestum okkar gleðilegra páska. 

Lesa meira

Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 500 kr.

Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára, aldraða, öryrkja,
námsmenn og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum